Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs tæpum 5,7 milljörðum króna í ágúst sem er um 6% aukning frá sama mánuði í fyrra.

Þar af voru rúmlega 4,3 milljarðar vegna almennra lána og ríflega 1,3 milljarður vegna leiguíbúðalána.

Þar með nema heildarútlán sjóðsins rúmum 39 milljörðum það sem af er árinu 2008. Meðalútlán almennra lána námu um 10,9 milljónum króna í ágúst og jukust þau um rúm 15% frá sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram í nýrri Mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. (pdf skjal)