Samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs sem birt var í morgun námu útlán sjóðsins 4,7 milljörðum króna í maí, að sögn greiningardeildar Glitnis.

?Eru það mestu útlán í einum mánuði það sem af er ársins en þó minna en meðaltal mánaðarlegra útlána sjóðsins var á síðasta ári. Á sama tíma lækkuðu útlán bankanna milli mánaða og því má segja að sjóðurinn hafi verið að vinna markaðshlutdeild af bönkunum á íbúðalánamarkaði þennan mánuðinn. Þrátt fyrir þetta endurskoðaði ÍLS áætlun sína um útlán á árinu til lækkunar í síðustu viku," segir greiningardeildin.