Útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs til fjármögnunar nýrra útlána mun nema 10-12 milljörðum króna meira á þessu ári en gert var ráð fyrir, samkvæmt endurskoðun á útgáfuáætlun sjóðsins fyrir árið 2008, eða alls 47-51 milljarði króna. Þá telur sjóðurinn að ný útlán sjóðsins verði 60 - 64 milljarðar króna á árinu 2008, sem er hækkun um 9 - 11 milljarða miðað við fyrri áætlun.

Áætlað er að greiðslur skuldbindinga sjóðsins hækki um 1 milljarð króna á þriðja ársfjórðungi og verði 49 - 53 milljarðar króna á árinu 2008. Stærsti hluti þeirra er tilkominn vegna afborgana íbúðabréfa.