Útlán og eignaleigusamningar ýmissa lánafyrirtækja námu 849,4 milljörðum króna. í lok apríl sl., samanborið við um 764,8 milljarða króna á sama tíma ári áður, þ.e. hafa aukist um tæpa 85 milljarða króna á tímabilinu.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Útlán eru að mestum hluta í formi vísitölubundinna skuldabréfa, eða 65%, en síðan koma eignarleigusamningar, alls 17%, gengisbundin skuldabréf, 12%, og markaðsskuldabréf og víxlar, 10%.

Fjármögnun ýmissa lánafyrirtækja er að mestu leyti í formi verðbréfaútgáfu, eða 56% af heildarskuldum, og nam hún 635,9 milljörðum króna. í mánuðinum.

Til ýmissa lánafyrirtækja teljast Íbúðalánasjóður, fjárfestingarbankar, eignarleigur, greiðslukortafyrirtæki og fjárfestingarlánasjóðir.