Útlán og eignarleigusamningar ýmissa lánafyrirtækja námu 907,9 milljörðum króna í lok ágúst og höfðu hækkað um 16,7 milljarða í mánuðinum, samanborið við lækkun upp á 3,9 milljarða króna mánuðinn á undan.

Þá hækkuðu vísitölubundin skuldabréf um 13,1 milljarð króna í ágúst og hafa hækkað um 67,2 milljarða  frá áramótum.

Staða útlána til heimila nam 566,1 milljarði króna í ágúst og hækkaði um 11,3 milljarða í mánuðinum.

Útlán til heimila hafa aukist um 73 milljarða króna frá áramótum og nema vísitölubundin skuldabréf um helming þeirrar hækkunar.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans í dag.