Útlán og eignarleigusamningar ýmissa lánafyrirtækja námu 967 milljörðum króna í lok september og höfðu hækkað um 59 milljarða í mánuðinum, samanborið við hækkun upp á 17 milljarða króna mánuðinn á undan.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Þar kemur fram að eignarleigusamningar hækkuðu mest, eða um tæpa 30 milljarða króna (20%).

Gengisbundin skuldabréf hækkuðu um 17 milljarða króna (16%) milli mánaða og hafa frá áramótum hækkað um 48 milljarða (64%).

Staða útlána til heimila nam 594 milljörðum króna í lok september og hækkaði um 28 milljarða í mánuðinum. Eignarleigusamningar nema tæpum helming þeirrar hækkunar, eða um 14 milljörðum króna.