Útlán og eignarleigusamningar ýmissa lánafyrirtækja námu 1006,5 milljörðum króna í lok október og höfðu hækkað um 39 milljarða í mánuðinum, samanborið við hækkun upp á 59 milljarða króna mánuðinn á undan.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Þar kemur jafnframt fram að staða útlána til heimila nam 609 milljörðum króna í lok október og hækkaði um 15,4 milljarða í mánuðinum.

Eignarleigusamningar nema tæpum helming þeirrar hækkunar, eða um 11 milljörðum króna.

Á vef Seðlabankans kemur fram að tölur fyrir október eru þó til athugunar og geta breyst