Íbúðalánasjóður hefur ákveðið, í kjölfar útboðs á íbúðabréfum sem fram fór þann 9. júní sl, að útlánsvextir íbúðalána sjóðsins verði óbreyttir 4,15%.

Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs byggir á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var 9. júní s.l. Vegin heildarávöxtunarkrafa tekinna tilboða án þóknunar er 3,54% en 3,57%, með þóknun. Vaxtaálag vegna rekstrar, varasjóðs og uppgreiðsluáhættu er sem fyrr 0,6%. Útlánsvextir eru því 4,15%.