Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður.
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánavextir verði óbreyttir. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,4% og 3,9% á íbúðalánum án uppgreiðsluákvæðis.

Íbúðalánasjóður tilkynnir um óbreytta vexti í tilkynningu til Kauphallar í dag. Ákvörðunin byggir á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem var haldið 29. júlí síðastliðinn, ásamt vegnum fjármagnskostnaði uppgreiðslna Íbúðalánasjóðsbréfa. Vegnir vextir í útboðinu og uppgreiddra ÍLS-bréfa eru 3,51%.

Vaxtaálag vegna rekstrar er 0,45%, vegna útlánaáhættu 0,45% og vegna uppgreiðsluáhættu 0,5%.