Fram hefur komið í tengslum við 60 ára afmæli Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að eitt af fyrstu viðfangsefnum sjóðsins var að veita sjóðfélögum lán til að kaupa eða byggja íbúðarhúsnæði sitt. Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, segir þetta enn vera stóran hluta af starfsemi sjóðsins.

„Það kom best í ljós í haust þegar stjórn sjóðsins ákvað að bæta lánskjörin. Vextir voru lækkaðir, lántökugjald lækkað, veðhlutfall hækkað, óverðtryggð lán boðin og fleira. Þá kom svo sannarlega í ljós að þörfin var fyrir hendi og eftirspurn jókst svo að helst var hægt að líkja við sprengingu! Sjóðurinn varð að bregðast við hart og fjölga starfsfólki í lánadeildinni til að geta afgreitt lánsumsóknir á skikkanlegum tíma og eftirspurnin er enn að aukast þannig að ég tel alveg ljost að við komum til móts við mikla fjármögnunarþörf heimilanna, viðbrögðin sanna það.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .