Á fyrsta fjórðungi ársins 2011 létu erlendir ferðamenn strauja greiðslukort sín hér á landi fyrir 7,7 milljarða króna. Á sama tíma í fyrra nam kortanotkun þeirra 8,5 milljörðum króna. Það þýðir samdrátt 800 milljónir króna.

Erlendur jöfnuður kortaveltu og þjónustujöfnuður eftir ársfjórðungum (ma.kr)
Erlendur jöfnuður kortaveltu og þjónustujöfnuður eftir ársfjórðungum (ma.kr)
© vb.is (vb.is)
E rlendur jöfnuður kortaveltu og þjónustujöfnuður eftir ársfjórðungum (ma.kr)

Þróunin var gagnstæð hvað kortanotkun Íslendinga erlendis varðar. Hún jókst á sama tíma úr 11,8 milljörðum króna í 13,5 milljarða króna. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka.

Greiðsluflæði vegna kortanotkunar var því óhagstætt um 5,8 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er ríflega tvöföldun frá sama tíma í fyrra. Gefur það tiltekna vísbendingu um þróun þjónustujafnaðar, þótt þar komi fleiri og stærri þættir við sögu að mati greiningardeildarinnar.

Greiningardeild Íslandsbanka segir að tölur um greiðslukortaveltu benda til þess að einkaneysla sé enn að sækja í sig veðrið eftir mikinn samdrátt frá ofanverðu árinu 2008 fram á mitt síðasta ár. „Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun nam kreditkortavelta í marsmánuði ríflega 27 mö.kr., sem jafngildir rúmlega 21% aukningu milli ára að raungildi. Ber þar raunar að hafa í huga að veltan var óvenju lítil fyrir ári síðan. Sér í lagi var aukning erlendrar kortaveltu mikil, en hún nam 40% að raungildi á milli ára. Innlend kreditkortavelta jókst svo um tæp 18% á milli ára," segir í morgunkorni Íslandsbanka.