Eign erlendra aðila í löngu íslensku ríkisskuldabréfaflokkunum RIKB 25 og RIKB 31 jókst um 3,4 milljarða króna í nóvember. Þá juku erlendir aðilar eign sína í ríkisvíxlum um 1,8 milljarða í mánuðinum. Eign erlendra aðila í löngu skuldabréfaflokkunum tveimur nam í lok mánaðarins 42,4 milljörðum króna og eign þeirra í ríkisvíxlum 18,7 milljörðum.

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig 4. nóvember. Bankinn hefur að undanförnu boðað ný þjóðhagsvarúðartæki sem hægt væri að nota til að hamla innstreymi erlends fjármagns til landsins. Hömlurnar eru ekki komnar til framkvæmda.