Í síðustu viku var horft til fyrirspurna um Ísland í leitarvél Google og eins hversu mikið hefði verið spurst fyrir um Icesave. Nokkuð kom á óvart að þegar Icesave- fyrirspurnirnar urðu mestar voru þær ámóta og allar fyrirspurnir um Ísland á venjulegum degi.

Þegar nánar er rýnt í Icesavefyrirspurnirnar er varla að sjá, að minnsti áhugi hafi verið á þeim eftir hrun. Jafnvel hið fréttnæmasta rétt gárar vatnið. Þetta áhugaleysi er enn athyglisverðara þegar á daginn kemur að fimm sinnum fleiri fyrirspurnir komu frá Reykjavík en Amsterdam eða Lundúnum.

Tölfræði fjölmiðla.
Tölfræði fjölmiðla.