Kortavelta erlendra ferðamanna nam 13,5 milljörðum króna hér á landi í síðasta mánuði. Þetta er rúmlega 24% meira en í júní í fyrra í krónum talið. Greining Íslandsbanka segir þetta ekki koma á óvart enda hafi veltan frá erlendum ferðamönnum aukist í hverjum mánuði síðan í október árið 2010 eða í samfleytt 45 mánuði eða um 24% að jafnaði í hverjum mánuði.

Fram kemur í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka að á fyrri hluta ás hafi erlendir ferðamenn straujað greiðslukort sín fyrir 47,5 milljarða króna sem er 27% meira í krónum talið en á fyrstu sex mánuðum síðasta árs.

Deildin bendir á að aukin velta erlendra ferðamanna stemmi við tölur Ferðamálastofu um brottfarar erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll en samkvæmt þeim voru erlendir ferðamenn um 402 þúsund á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er 29% fjölgun á milli ára.