Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra staðfesti í samtali við Viðskiptablaðið að hann hefði átt fund með erlendum aðilum sem vildu kaupa hluti í Icelandair Group. Hann vildi ekki greina frá hvaða aðilar það væru en sagði að ráðuneytið vissi af áhuga fleiri aðila. Hann sagði að þessir aðilar hefðu fyrst og fremst áhuga á leiguflugsþætti félagsins.

„Það var greinilegt að þessir aðilar voru áhugasamir um Ísland og Icelandair en það er ekki á neinu öðru stigi í sjálfu sér,“ segir Steingrímur í samtali við Viðskiptablaðið.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .