*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 2. desember 2012 19:20

Útlendingar sækja í þyrluskíðaferðir

Þegar sól hækkar á lofti og enginn snjór er lengur í byggð þeytast skíðakappar niður tindana á Tröllaskaganum.

Edda Hermannsdóttir
Aðsend mynd

Þyrluskíðaferðir hafa vakið mikla athygli að undanförnu en Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður rekur fyrirtækið sem sér um slíkar ferðir á Tröllaskaganum. 

„Þyrluskíðaferðinar hafa vakið mesta athygli en þá er fólk að fljúga upp á fjöll með leiðsögumanni og skíða niður. Þyrlan bíður þegar niður er komið og síðan er flogið upp á næsta tind. Við bjóðum upp á mismunandi prógrömm en á venjulegum degi er verið að skíða niður 8-12 ferðir. Sterkustu hóparnir fara alveg yfir 20 ferðir“, segir Jökull.

Ferðirnar hefjast að Klængshóli í Skíðadal þar sem búið er að útbúa lúxusaðstöðu að sögn Jökuls. „Fólk fær fullkomna þjónustu. Það eru nuddherbergi, heitir pottar og gufubað. Við erum með stjörnukokka sem bera fram góðan mat í öll mál. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.