Á meðal nýrra hluthafa í MP banka eru Rowland-fjölskyldan, eigendur Banque Havilland, og Joseph Lewis, eigandi Tavistock Group og enska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspur. Skúli segir Rowland-fjölskylduna koma að bankanum vegna tengsla við hann. „Ég var viðskiptavinur Kaupþings í Lúxemborg, og síðar Banque Havilland. Þegar þeir tóku við bankanum kynntist ég þeim í kjölfarið. Þegar þessar hugmyndir um MP banka vöknuðu fórum við að ræða þessi mál enda vissi ég að því að þeir hefðu verið að skoða önnur fjárfestingatækifæri á Íslandi. Þeir tóku strax mjög vel í þetta. Ég kynntist síðan Lewis í gegnum Rowland-fjölskylduna.“

Engin bein tengsl við Havilland

Skúli segir það hafa verið algjört lykilatriði að fá öfluga erlenda fjárfesta í hópinn sem keypti MP banka. Hann segir þó að engin bein tengsl verði á milli bankans og Banque Havilland. „Alla vega ekki ennþá. Við búum náttúrulega við gjaldeyrishöft og það er ekki fyrirséð hvernig samskipti við útlönd verða fyrr en afnám þeirra liggja fyrir. Það er hins vegar algjör forsenda fyrir endurreisn landsins að fá inn erlenda fjárfesta. Það er líka lykilatriði fyrir okkur að hafa aðgang að fjármagni og aðilum sem geta aðstoð íslensk fyrirtæki við að leita á erlend mið á ný. Við sjáum til dæmis CCP, Össur, Marel og fleiri slík fyrirtæki sem eru meira og minna byggð upp á erlendum viðskiptavinum og þurfa að sjálfsögðu fjármálaþjónustu og fyrirgreiðslu erlendis jafnt sem hérlendis.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Landsvirkjun skoðar nýtingu vindorku
  • Íbúðalánasjóð vantar milljarða til viðbótar
  • Spákaupmenn sjá hagnaðarvon í skuldabréfum gömlu bankanna
  • Úttekt: Áliðnaður skýtur dýpri rótum
  • „Á Íslandi eru margar fjármálastofnanir sem sinna öllu. Þar skapast mikil hætta á hagsmunaárekstrum. Það má segja að það hafi að hluta til verið rótin að hruninu, að menn hafi svolítið ruglað saman mismunandi sviðum.,“ segir Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa, í viðtali við Viðskiptablaðið.
  • Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi og ísgerðarmaður í Holtseli, heimsóttur í vinnuna.
  • 30% stjórnenda telja ekki svigrúm til launahækkana
  • Fréttaskýring: Umbóta þörf á breskum bankamarkaði
  • Skinniðnaðurinn er í miklum blóma, segir Andreas Lenhart, stjórnarformaður Alþjóðasamtaka skinnaiðnaðarins.
  • 2000 milljarðar í vörslu hjá Arion verðbréfavörslu