Útlit er fyrir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs á milli júlí og ágúst. Gengislækkun krónunnar ásamt spennu á vinnumarkaði hefur áhrif til hækkunar verðlags, en útsöluáhrif vega á móti, segir greiningardeild Glitnis.

Ef spáin gengur eftir verður verðbólgan 8,7% en í júlí reyndist hún 8,4% en verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5%.

?Óvissa spárinnar er því meiri en flesta mánuði þar sem stórir áhrifaþættir vinna nú í andstæðar áttir. Útsöluáhrifin virðast svipuð og reyndin varð í fyrra og hér er reiknað með örlítið meiri áhrifum en mældist þá. Eldsneytisverð hefur hækkað frá síðustu mælingu og hefur því núna áhrif til hækkunar vísitölunnar," segir greiningardeildin.

Að auki er búist við að matvöru verð hækki áfram. ?Flest bendir til þess að sá liður vísitölunnar sem mælir markaðsverð íbúða muni hækka töluvert á milli mánaða, bæði vegna vaxtahækkunar og mældrar verðhækkunar íbúða að undanförnu. Kólnandi íbúðamarkaður mun skila sér með nokkurri töf í mælingar vísitölu neysluverðs," segir greiningardeildin.

Það er búist við að verðbólgan aukist á næstunni og muni ná 9% áður en hana taki að lækka og býst greiningardeildin við að Seðlabankinn nái verðbólgumarkmiði sínu undir árslok 2007.