Útlit er fyrir 0,9% hækkun vísitölu neysluverðs á milli febrúar og mars, segir greiningardeild Íslandsbanka.

Verðbólgan mun mælast 4,2% gangi spáin eftir. Hún mun þá aukast úr 4,1%. Þá er það 23 mánuðurinn í röð sem verðbólga reynist umfram markmið bankans, segir greiningardeildin.

Verðbólgan verður áfram yfir efri þolmörkum í markmiði Seðlabankans, sem er 4%. Það er langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiði.

Reikna má með því að verðbólgan muni aukast á næstunni og fjarlægist efri þolmörkin. Líklegast mun verðbólgan vera um eða yfir efri þolmörkunum á næstu mánuðum og hæpið er að Seðlabankinn nái markmiði sínu á þessu ári, segir greiningardeildin.

Útsölulok hafa mikil áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs.

Velta á íbúðamarkaði hefur snaraukist frá áramótum og benda nýjustu gögn til þess að húsnæðisliður vísitölunnar muni hækka í mars, segir greiningardeildin.

Eitt olíufélaganna hækkaði eldsneytisverð í morgun og hér er reiknað með að hin muni fylgja því fordæmi.