Útlit er fyrir að hagvöxtur í Frakklandi hafi verið nærri núllinu á öðrum ársfjórðungi, en fjórðunginn þar á undan var sömuleiðis enginn hagvöxtur. Samkvæmt frétt Financial Times búast flestir hagfræðingar við hagvöxtur hafi verið á bilinu 0,0%-0,1% á öðrum fjórðungi þessa árs.

Ef sú verður raunin er nánast ómögulegt að markmið ríkisstjórnar François Hollande forseta um 1,0% hagvöxt á árinu náist. Það setur svo önnur efnahagsleg markmið ríkisstjórnarinnar í uppnám.

Í fréttinni segir að tvö stærstu verkefni Hollande á þeim þremur árum sem eftir lifa af kjörtímabili hans séu að minnka hallann á ríkissjóði Frakklands og að draga úr atvinnuleysi. Erfiðara verður að ná þessum markmiðum ef hagvöxtur kemst ekki af stað aftur.