*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Erlent 18. september 2008 18:20

Útlit fyrir fjöldauppsagnir hjá HBOS

Ritstjórn

Óvissa ríkir um framtíð þúsunda starfsmanna vegna líklegrar yfirtöku Lloyds á HBOS en eins og greint  var frá fyrr í dag hefur Lloyds gert tilboð í HBOS bankann.

BBC hefur það eftir talsmönnum Lloyds að sögusagnir um að 40 þúsund starfsmönnum verði sagt upp séu ekki á rökum reistar. Ljóst þykir þó, að ef af samruna bankanna verður munu uppsagnir vera óhjákvæmilegar.

Hjá Lloyds starfa nú um 70.000 manns og hjá HBOS eru starfsmenn 72.000.

Stjórnvöld í Bretlandi kappkosta nú að tryggja öryggi sparifjáreigenda sem og stöðugleika fjármálakerfisins. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði mikilvægt að vernda sparifjáreigendur sem nú þurfi á tiltrú á bankakerfinu að halda.

Rólegra hefur verið á alþjóða fjármálamörkuðum í dag en öflugustu seðlabankar heims hafa nú dælt fjármagni inn í kerfin og vinna þeir þannig að því að vernda sparifjáreigendur.

HBOS hefur verið leiðandi banki á mörkuðum í Bretlandi og hefur Lloyds bankinn skipað fjórða sætið.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is