Miklar raskanir verða á flugi Icelandair á næstunni semjist ekki í kjarabaráttu flugmanna. Þá bætist við það yfirvinnubann flugfreyja, sem boðað hefur verið frá næsta sunnudegi. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að yfirvinnubann þessara hópa geti valdið því að fella verði niður flug með skömmum fyrirvara. Falli eitt flug niður getur það haft keðjuverkandi áhrif. Í Morgunblaðinu segir jafnframt að verkföll ógni 500 flugferðum og ferðum tugþúsunda ferðalanga.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Hún segir í samtali við blaðið aðgerðirnar hafa valdið því að margir ferðamenn hafi afbókað á hótelum. Þá hafi veitingastaðir, rútufyrirtæki og bílaleigur tapað viðskiptum.

Bílgreinasambandið greindi frá því í gær að um bílaleigur hafi pantað um 4.000 bíla fyrir sumarið sem afhenda átti að mestu í maí og júní. Afpanti margir ferðir sínar hingað til lands vegna verkfalla þá geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir greinina.