Ef að samningar nást ekki milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi nást ekki leggja 3.500 sjómenn niður störf klukkan 23 í kvöld. Þetta kemur fram í frétt RÚV . Þetta yrði fyrsta verkfall sjómanna í fimmtán ár.

Samninganefndir samtakanna tveggja eiga fund í dag klukkan hálf tvö með ríkissáttasemjara. Þá verður gerð síðasta tilraun til sátta, áður en verkfallið skellur á. Staðan í viðræðunum er nokkuð viðkvæm og haft er eftir Jens Garðari Helgasyni, formanni samtaka SFS, í frétt RÚV að hann væri hóflega bjartsýnn.

Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV hafa skipstjórar af sumum þeirra skipa sem eru á veiðum óskað eftir upplýsingum um hvað þeir eigi að taka til bragðs, að því gefnu að samningar náist ekki. Samninganefndirnar hafa þó náð samkomulagi um fiskverð, sem er talið eitt helsta ágreiningsmálið.