Útlit er fyrir að hagvöxtur á evrusvæðinu verði minni á næstu fjórðungum en hingað til hefur verið búist við, segir greiningardeild Landsbankans.

?Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi nam 0,9% sem er mesti fjórðungsvöxtur svæðisins í sex ár. Hagkerfið er hins vegar talið munu vaxa um 0,5% á yfirstandandi ársfjórðungi en er talið hafa vaxið um 0,6% á þriðja fjórðungi," segir greiningardeildin.

Hún segir að bráðabirgðatölur hafi bent til 0,7% vöxt en samkvæmt Evrópuráðinu hafi ýmsir þættir valdið minni vexti en áður var talið.

?Hærri skattar í Þýskalandi og hærri stýrivextir á svæðinu, auk sterkari evru, eru taldar helstu ástæður þess að hagvöxtur virðist vera að minnka svo hratt sem raunin er.

Evrópuráðið bætir við að sá möguleiki sé fyrir hendi að enginn hagvöxtur verði á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Hækkun virðisaukaskatts í Þýskalandi er talin munu hafa veikjandi áhrif á hagkerfi evrusvæðisins en hækkunin tekur gildi í janúar," segir greiningardeildin.