Útlit er fyrir að hagvöxtur í löndum Asíu muni fara minnkandi á næstu mánuðum. Fastlega er gert ráð fyrir að stýrivextir verði lækkaðir í Indlandi, Tælandi og á Filippseyjum og talið er að kosningar í Tævan, Malasíu og í Suður-Kóreu muni verða til þess að ríkisstjórnir þar bregðist við með auknum útgjöldum. Þá er búist við því að Kínverjar muni lækka bindiskyldu banka til þess að ýta undir lánveitingar.