*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 8. mars 2018 10:29

Útlit fyrir töluverðan samdrátt

Deloitte telur líklegt að afkoma sjávarútvegsins hafi dregist saman um allt að þriðjung í fyrra og ekki verið lakari frá hruni.

Snorri Páll Gunnarsson
Útflutningur sjávarafurða dróst saman um rúmlega 40 milljarða milli ára.
Haraldur Guðjónsson

Endurskoðunarskrifstofan Deloitte spáir því að afkoma sjávarútvegsins hafi versnað þónokkuð á síðasta ári. Áætlað er að EBITDA greinarinnar hafi numið 37 til 45 milljörðum króna og dregist saman um allt að þriðjung milli ára. Gangi það eftir mun það vera lægsta EBITDA sjávarútvegsins frá hruni.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútgef­inni samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte um rekstur sjávarútvegsfélaga árið 2016 og vænta afkomu í ár, sem gerð var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Afkomuspáin byggir meðal annars á fyrstu birtu ársreikningum sjávarútvegsins fyrir síðasta ár sem og ársreikningum félaga sem eru með fiskveiðiárið sem sitt uppgjörsár, en því lauk 31. ágúst 2017.

Magn eykst en verð lækkar

Á árinu 2017 var veitt magn sjávarafurða um 10% meira en árið 2016. Munar þar mestu um stórauknar veiðar á loðnu samanborið við fyrra ár. Á sama tíma var þó samdráttur í veiddu magni í nokkrum mikilvægum fisktegundum, svo sem þorski og makríl. Aflaheimildir jukust um 22% á liðnu ári, en afli til aflamarks stóð hins vegar nánast í stað milli ára.

Meðalverð á sjávarafurðum lækkaði talsvert milli ára í íslenskum krónum eða um 8,1%. Á hinn bóginn hækkaði markaðsverðið í erlendri mynt.

Miðað við aflaverðmæti gerir Deloitte ráð fyrir að samdráttur hafi orðið í rekstrartekjum sjávarútvegsfyrirtækja á síðasta ári. Áætlað er að tekjur greinarinnar hafi verið á milli 230 og 240 milljarðar, sem jafngildir allt að 7,6% samdrætti milli ára. Hafa tekjurnar ekki verið lægri síðan 2010.

Sjómannaverkfallið bítur í

Ytri aðstæður á kostnaðarhlið voru sjávarútvegi einnig óhagstæðar árið 2017. Þensla var á vinnumarkaði og hækkaði launavísitalan um 6,8% að meðaltali milli 2016 og 2017. Olíuverð hækkaði að meðaltali um 8,5% og hækkaði sérstaklega á síðari hluta síðasta árs. Þá styrktist krónan að meðaltali um 10,7%.

Sjómannaverkfallið milli desember 2016 og febrúar 2017 litaði einnig afkomu ársins. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is