Neftóbakshorn með íslensku neftóbaki hafa ekki verið fáanleg í verslunum um nokkurra vikna skeið vegna þess að verið er að breyta útliti þeirra. Að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, er um tímabundið ástand að ræða á meðan umbúðirnar eru endurhannaðar og vélar stilltar að gerð nýrra móta. Breytingarnar eru gerðar vegna þess að tóbakið verður innsiglað.

Neysla íslensks neftóbaks hefur farið vaxandi á síðustu árum. Í fyrra seldust um 30 tonn sem er þreföldun frá árinu 2001. Sigrún Ósk segir að von sé á neftbókshornum í sölu á næstunni.