Norsk yfirvöld munu ekki koma til með að veita flugfélaginu Norwegian frekari fjárhagsaðstoð sökum áhrifa af heimsfaraldrinum. Forstjóri Norwegian, Jacob Schram, segir félagið þurfi frekari aðstoð til þess að lifa veturinn af. Ráðherra í Noregi hefur sagt að frekari aðstoð sé ekki góð notkun á almannafé.

Norwegian sagði frá því í ágúst að lausafé yrði uppurið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs myndi það ekki fá frekara fé inn í félagið. Norwegian var mjög skuldsett þegar heimsfaraldurinn skall á og hefur BBC eftir forstjóra Norwegian, Jacob Schram, að ákvörðun yfirvalda sé mikil vonbrigði.

Sjá einnig: Icelandair verðmætara en Norwegian

Schram segir að félagið muni velta við hverjum steini til þess að komast í gegnum ástandið en að mikil óvissa sé með framtíðina. Hlutabréf Norwegian hafa lækkað um 12% í viðskiptum dagsins. Markaðsvirði félagsins er um tveir milljarðar dollara, andvirði um 275 milljarða króna. Hlutabréf félagsins hafa lækkað um nær 99% það sem af er ári.