Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Útón, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, 12 milljóna króna fjárstyrk til að mæta kostnaði vegna þátttöku Íslands í Eurosonic-tónlistarhátíðinni í janúar.

Íslensk tónlist verður fyrirferðarmikil á Eurosonic-tónlistarhátíðinni, sem fram fer í Hollandi. Alls 19 íslenskar hljómsveitir og listamenn taka þátt í hátíðinni að þessu sinni fyrir milligöngu Útón. Þá verður sérstök umfjöllun um íslenska tónlist á hátíðinni með sérstökum viðburðum og pallborðum.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að mikilvægt sé að styðja við þennan stóra vaxtarsprota íslenskrar menningar og því hafi ríkisstjórnin ákveðið að veita sérstakan fjárstyrk til verkefnisins af ráðstöfunarfé sínu.