Ríkissaksóknari hefur enn ekki lokið afgreiðslu á máli sem kaupandi stofnfjárbréfa af Áslaugu Björgu Viggósdóttur, eiginkonu Guðmundar Haukssonar, fyrrverandi forstjóra SPRON, kærði til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Embættið tilkynnti þeim sem höfðaði málið um það 16. desember á síðasta ári að rannsókn málsins hefði verð hætt. Sú niðurstaða var kærð til ríkissaksóknara sem hefur málið enn til skoðunar og afgreiðslu.

Meðal þess sem kærandi í málinu, þ.e. kaupandi bréfanna sem Áslaug seldi, byggir mál sitt á eru samskipti hans við starfsmenn SPRON. Hann telur þau sýna að þeir hafi sagt SPRON vera meira virði en verðmat Capacent upp á tæplega 60 milljarða gaf til kynna og það hafi valdið honum fjárhagstjóni.

Útprent af samskiptum kaupandans við starfsmenn SPRON liggja fyrir, og hefur Viðskiptablaðið þau að hluta undir höndum. Í þeim kemur m.a. fram, þegar kaupandi bréfanna er að spyrja út í málið, að SPRON sé líklega meira en hundrað milljarða króna virði. Þetta telur kaupandinn sýna að hann hafi fengið villandi upplýsingar frá starfsmanni sjóðsins, sem jafnframt hafði milligöngu um sölu á bréfunum.

Í samtali þeirra sagði meðal annars:

Kaupandi: K

Starfsmaður SPRON: SS

Samtal á sér stað 18. júlí

» » K: Ég sá greinilega að það var þarna smá hype í kringum þetta.

» » SS: Það var það sko, það var þarna ...

» » K: En bankinn er örugglega meira en 100 milljarða virði.

» » SS: Jájá, jájá, en svo er það kannski spurning hvort 6,1 [gengi stofnfjárbréfa í viðskiptum, innsk blm.] var þá náttúrulega þá bara komið kannski bara 20% yfir það sko.

» » K: Jájá, jájá, það er alltaf svoleiðis.

» » SS: Hann hefur svona aðeins að hérna ...

» » K: Jájá. SS: ... aðeins verið að gefa eftir aftur. En ég meina tilboðið bara stendur áfram er það ekki, bara inni á þessu nýja gengi og ...

» » K: Jújú, þarna 5,1 sko, það hérna hangir inni bara og hérna ...

» » SS: Já, og eins og ég segi sko, allar tölur á milli 100 og 110 milljarðar það, ég held að, já bankinn er og verður meira virði, þetta er náttúrulega bara spurning hvernig á að meta það, já nákvæmlega ...

» » K: Þannig að hérna, já ...

» » SS . Það eru líka svo margar aðstæður sem eiga eftir að hérna spila inn í líka.

» » K: Jájá, þetta er náttúrulega bara tækifæri...

» » SS: Já ...

» » K: ... þangað til hann kemur á markað.

» » SS: Já nákvæmlega.

» » K: Menn eru að verðleggja það og eignir náttúrulega inn í, inn í hérna Exista og Icebank og hvað þetta heitir ...

» » SS: Jújú.

» » K: ... og örugglega á fleiri stöðum líka.

» » SS: Jájá, það er alveg búið að rjúka upp.

» » K: Jájá, jájá, en ég get í rauninni bara hringt þá og hérna ef ég ...

» » SS: Já, þú getur bara hringt þá ef þú þarft að taka þetta út, það er ekkert mál.

» » K: Jájá, og ef ég vil láta millifæra þetta ...

» » SS: Nákvæmlega, það er ekkert mál.

» » K: Jájá, flott mál.

» » SS: Ókei.

» » K: Þakka þér kærlega.

» » SS: Já, bless.

Ítarlega er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.