Fasteignafélagið Saxbygg hefur selt allar erlendar eigur sínar. Á sama tíma hefur verið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins.

Forráðamenn félagsins vildu ekki tjá sig um málefni þess þegar eftir því var leitað.

Saxbygg hefur verið í um helmingseigu Saxhóls (Nóatúnsfjölskyldan) og BYGG (Byggingarfélag Gylfa og Gunnars). Saxbygg hefur verið umsvifamikið á fasteignamarkaði, bæði hér heima og erlendis. Allt síðan 2006 hafði félagið staðið í miklum fjárfestingaverkefnum í Englandi og Þýskalandi sem teygðu sig til Norðurlanda.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .