*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 11. nóvember 2016 14:28

Útrás íslenska skyrsins í Bandaríkjunum

MS er í hluthafahópi bandaríska fyrirtækisins Icelandic Provisions sem selur íslenskt skyr í Bandaríkjunum.

Ritstjórn
Einar Sigurðsson, fyrrum forstjóri MS.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Mjólkursamsalan (MS) og innlendir fjárfestar eru í hluthafahópi bandaríska fyrirtækisins Icelandic Provisions Inc., sem hóf sölu á íslensku skyri í Bandaríkjunum síðasta vetur. Þetta kemur fram í DV.

Skyrið sjálft kemur frá afurðastöð MS á Selfossi en framleiðsla á skyrinu í Bandaríkjunum kemur til með að hefjast fyrri hluta næsta árs.

Einar Sigurðsson, sem áður var forstjóri MS, er stjórnarformaður sölufyrirtækisins og segir í DV að hlutafjársöfnun þess, upp á um 11 milljónir dala eða 1,2 milljarð króna kemur til með að ljúka á næstu vikum. MS á til að mynda 18% hlut í fyrirtækinu. Icelandic Provisions er með einkaleyfi á sölu á skyri MS í Bandaríkjunum.

Einar hefur sagt við fjölmiðla vestanhafs að vörurnar séu nú seldar í 900 verslunum á austurströnd Bandaríkjanna.

Stikkorð: Bandaríkin MS útrás Bandaríkin skyr