Verslunarráð Íslands í samráði við Bresk-íslenska verslunarráðið stendur fyrir ferð til London 7. - 8. apríl 2005. Starfsstöðvar Bakkavarar, Novator og Baugs verða heimsótt. Boðið verður upp á stutt seminar um útrás íslenskra fyrirtækja til Bretlands í sendiráði Íslands í Lundúnum.

Gist á glæsilegu og nýuppgerðu hóteli, The Cumberland. Nánari upplýsingar um hótelið hér. Verð fyrir flug, hótel, morgunverð, rútuferðir og fundi er 79.000.

Fólki gefst kostur á að dvelja í London yfir helgi og bætist þá aðeins við aukakostnaður vegna gistingar.

Einungis 30 sæti eru í boði og þarf að staðfesta þáttöku fyrir 21. janúar. Fulltrúar aðildarfyrirtækja VÍ og BRÍS ganga fyrir.