Sú var tíðin að fréttir af kaupum íslenskra fjárfesta voru nær daglegt brauð en nú er orðið æ algengara að íslensku félögin losi um eignir, í sumum tilvikum meira eða minna tilneydd. Fyrstu merkin virðast vissulega vera komin fram þótt þau séu kannski hvorki mörg né mikil enn sem komið er.

En engu að síður: í stað þess að skrifa stöðugt fréttir um uppkaup íslenskra fjárfesta og fyrirtækja á félögum erlendis finna íslenskir viðskiptablaðamenn sig nú oftar fyrir í því hlutverki að greina frá sölu á eignum íslenskra fjárfesta, raunar bæði hér heima og erlendis - og hugsanlega er það bara forsmekkurinn að því sem koma skal ef svo fer að krumlur láns- og lausafjárkreppunnar teygja sig út þetta ár og hugsanlega enn lengur.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .