„Við sáum fullt af fólki horfa út og það gaf okkur kjark,“ segir Einar Örn Emilsson, annar eigenda veitingakeðjunnar Serrano, þegar hann er spurður hvernig hann og félagi hans Emil Helgi Lárusson hafi haft þor til að opna veitingastað í Svíþjóð – nú á þessum tímum.

Nánar tiltekið í verslunarmiðstöð í Vällingby, í vesturhluta Stokkhólms.

„Við spurðum: Af hverju getum við ekki gert þetta líka? Við erum mun varfærnari en margir aðrir, við erum ekki að kaupa upp nein fyrirtæki, heldur byrjum smátt á einum stað með okkar stað. Það er ódýrt að byrja og við erum ekki með margt starfsfólk. En vonandi verður þetta stærra,“ segir Einar Örn sem er fluttur til Svíþjóðar til að fylgja rekstrinum eftir.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .