Þegar skoðað er hvernig fjármunaflutningum íslenskra athafnamanna inn og út úr landinu var háttað síðastliðin ár kemur á daginn að það var ekki á eina bókina lært hvort víkingarnir voru í útrás eða innrás.

Miðað við hrein fjárfestingarverkefni var nánast sama fjárhæð flutt inn í landið eins og út úr því.

Íslenska útrásin var lengst af sveipuð dýrðarljóma, þótt hætt sé við að um þessar mundir vilji fleiri formæla henni.

Það vafðist hins vegar fyrir mörgum í hverju útrásin fólst og hvernig bæri að skilgreina hana. Sumir bentu á að í henni fælist lítið nema fjármunaflutningar frá landinu til atvinnuuppbyggingar erlendis, sem grundvölluð væri á erlendum lánum.

Að því leytinu væri lítið á henni að græða fyrir Ísland og Íslendinga, en nú virðist komið á daginn að það hafi verið helst til varlega orðað. Hún hafi þvert á móti verið rót þeirrar ógæfu, sem nú blasir við þjóðinni.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í úttekt um útrásina í helgarblaði Viðskiptablaðsins.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .