Meðalaldur úttskrifaðra nemenda úr grunnnámi í íslenskum háskólum er 30,7 ára en meðaltalið í ríkjum OECD 26,6 ár og munar því rúmlega fjórum árum þar á. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um menntamál sem fjallað er um í Fréttablaðinu í dag.

Sérstaða Íslands felst einnig í því að við erum eina ríki OECD sem ver meiri fjármunum á hvern nemenda á grunnskólastigi en á háskólastigi. Að meðaltali verja íslenskir grunnskólar 8,6% meiri fjármunum á nemenda en háskólar. Í OECD verja aftur á móti háskólar 69,7% meira fé á hvern nemenda miðað við grunnskóla.