Svítan á Hótel Borg er á tveimur hæðum. Með einu svefnherbergi er hún 69 fermetrar. Með tveimur svefnherbergjum er hún 97 fermetrar og með því þriðja stækkar svítan upp í 136 fermetra. Svítan er í turninum á hótelinu og eins og sjá má er útsýni í 360 gráður yfir alla borgina.

Nóttin kostar 120 þúsund krónur með einu svefnherbergi. Svítan er mjög vinsæl og mikið bókuð allan ársins hring.

Gestir svítunnar eru aðallega útlendingar og þá helst þekkt tónlistarfólk, leikarar og þjóðarleiðtogar. Þó kemur fyrir að Íslendingar bóki svítuna fyrir brúðkaupsnóttina eða aðra viðburði.

Allar svíturnar á Hótel Borg eru afar glæsilegar. Bang & Olufsen flatskjáir og hljómflutningstæki prýða herbergin og gestir sofa í Hästens hágæðarúmum.

Hótel Borg leggur áherslu á að dvöl hjá þeim sé upplifun út af fyrir sig þar sem gamli og nýi tíminn mætast.

Svítan á Hótel Borg
Svítan á Hótel Borg
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Svítan á Hótel Borg
Svítan á Hótel Borg
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Svítan á Hótel Borg
Svítan á Hótel Borg
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Svítan á Hótel Borg
Svítan á Hótel Borg
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Svítan á Hótel Borg
Svítan á Hótel Borg
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)