*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 28. desember 2007 06:37

Úttekt á tveimur svæðum fyrir olíuhreinsistöð

Ritstjórn

Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að þau tvö svæði sem skoðuð hafa verið vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum verði tekin út í janúar af rússneskum og bandarískjum félögum og fjárfestum.

Svæðin sem um ræðir eru Sandar í Dýrafirði og Hvesta í Arnarfirði. Þetta kom fram á fréttavef RÚV í gærkvöldi.

Ragnar segir jafnframt að hann hafi ekki áhyggjur af fjárestum og það séu eðlilegir viðskiptahættir að gefa þá ekki upp eins og stendur. Þá kemur einnig fram að mikill áhugi sé fyrir framkvæmdinni og að vilji Vesturbyggðar sé skýr.