Krónur
Krónur
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvörðunum og lagalegu umhverfi lífeyrissjóða í aðdraganda bankahrunsins er væntanleg í haust en upphaflega var áætlað að niðurstöður lægju fyrir á fyrstu mánuðum ársins. Ríkissáttasemjari valdi þriggja manna óháða nefnd sem réð þrjá í fullt starf til að vinna að úttektinni.

Kostnaðurinn við þessa úttekt mun fara verulega fram úr áætlun og verður því að hluta mætt með tillögu um sérstakt árgjald á sjóðina árið 2011. Þetta kom fram á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða.