Úttekt á Ríkisendurskoðun sem stendur yfir þessa mánuðina af hálfu hollenskra, sænskra og norskra starfsbræðra Ríkisendurskoðunar verður hraðað. Þetta er gert að frumkvæði forseta Alþingis, Ástu R. Jóhannesdóttur og Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá forseta alþingis.

Úttektinni á svo að skila sem allra fyrst en samkvæmt tilkynningu er þess vænst að þar verði meðal annars fyrir yfir þau mál sem til umræðu hafa verið undanfarnar vikur. Er þá væntanlega verið að vísa til umræðu um úttekt Ríkisendurskoðunar á innleiðingu á bókhaldskerfi ríkisins.

Samkvæmt tilkynningunni er þetta gert til að trúnaðartraust ríki milli þingmanna og stofnunarinnar. Mun forseti Alþingis beita sér fyrir því að á fjáraukalögum þessa árs verði fjárheimild til að mæta kostnaði við úttektina og þeim forgangi sem hún á að hafa.