Skiptum í þrotabúi Aflbindingar ehf. var lokið nýlega. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu 63.093.589 krónum. Aflbinding fékkst við járnbindingu fyrir staðsteypt mannvirki og stóð að byggingu fjölmargra bygginga líkt og Höfðatorgs, Háskólans í Reykjavík og hluta af Hellisheiðarvirkjun. Eftir haustið 2008 fækkaði verkefnum fyrirtækisins verulega og þurfti það því að lýsa yfir gjaldþroti.

Að sögn Knúts Knútssonar, framkvæmdastjóra Aflbindingar, varð höggið verulegt fyrir fyrirtækið þegar verkefnum tók að fækka. „Við vorum búnir að leggja þúsundir tonna í alls konar byggingar. Þetta var komið upp í annað hundrað verkefni. Svo gerist það að haustið 2008 hverfur þetta gjörsamlega allt saman. Við förum úr 140 starfsmönnum árið 2008 niður í átta í desember sama ár.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .