Útvarp Saga ehf., sem rekur samnefnda útvarpsstöð, tapaði 7,9 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við 500 þúsund króna hagnað árið áður. Rekstrartap félagsins nam 1,9 milljónum króna samanborið við 6,2 milljóna króna hagnað árið áður. Fjármagnskostnaður félagsins í fyrra var um 6 milljónir króna og hækkaði um 300 þúsund krónur á milli ára.

Félagið er í 100% eigu Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu.

Eigið fé Útvarps Sögu var neikvætt um 10,7 milljónir króna í lok síðasta árs en var neikvætt um 2,8 milljónir á sama tíma árið áður. Þá námu skuldir félagsins um 21,6 milljónum króna í lok síðasta árs og jukust þær um 5,4 milljónir á milli ára.