Fjölmargir á fasteignamarkaðnum hafa lýst yfir áhuga á því að koma þaki yfir rekstur RÚV, að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra. Fram hefur komið að núverandi húsnæði RÚV í Efstaleitinu er óhentugt fyrir margra hluta sakir. Húsnæðismálin eru í endurskoðun.

Magnús segir í samtali við Viðskiptablaðið að verið sé að leggja mat á það hvaða þýðingu nákvæmlega það myndi hafa fyrir RÚV að selja húsið.

Ekki liggur fyrir hvert markaðsverðmæti hússins er. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er það á bilinu 4-5,5 milljarðar króna. Það er bókfært á 3,2 milljarða í reikningum RÚV.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Íslendingar gefa út Disney-bækur í Bandaríkjunum
  • Gjaldeyrisútboð eru sögð skekkja samkeppni
  • Töluverð áhætta í þjóðarbúinu
  • Hertar eiginfjárkröfur verða gerðar til fjármálafyrirtækja
  • Tveir forstjórar telja skráningu fyrirtækja á markað of dýra
  • Þóranna Jónsdóttir í HR segir meiri kröfu gerða til framhaldsmenntunar
  • Kastljósinu er beint að forstjóra Alþjóðabankans í grein Financial Times
  • Katrín S. Óladóttir hjá Hagvangi segir markaðinn orðinn nokkuð mettan af lögfræðingum.
  • Bílablaðamaður Viðskiptablaðsins prófaði nýjan BMW X5 í Bæjaralandi
  • Kíkt á endurnýjaðan Vínbar
  • Viðskiptablaðið kíkti á Market-listamessuna í Stokkhólmi
  • Listræn tjáning garns er skoðað í nýrri heimildamynd
  • Nærmynd af Herdísi Dröfn Fjelsted hjá Framtakssjóðnum
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni skrifar um Jón Bjarnason og ESB
  • Óðinn skrifar um nýju fjármagnshöftin
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndasíður og margt, margt fleira