Útsendingarfyrirtækið Citadel Broadcasting Corporation leitast nú við að endursemja við Disney um kaup á útvarpsstöðvum Disney, segir í frétt Dow Jones.

Kaupsamningurinn hljóðar upp á 188,5 milljarða króna, en samkvæmt samningnum mun Citadel borga 90,7 milljarða í peningum og afganginn með hlutabréfum sem vorum metin á 98,8 milljarða þegar samningurinn var gerður í febrúar.

Gengi bréfa í Citadel hefur hins vegar lækkað um 27% síðan samningurinn var gerður og þarf fyrirtækið því að greiða út hærri upphæð samkvæmt ákvæðum í samningnum.

Ástæða lélegrar frammistöðu Citadel talið vera slakt gengi ABC útvarpsstöðva Disney, en afkoma ABC hefur verið verri en á öðrum útvarpsstöðum og ætti það því að veita Citadel aukið vægi í samningaviðræðum, segir í fréttinni.

Talsmenn Citadel segja að fyrirtækið muni reyna að klára yfirtökuna, en með henni yrði til þriðja stærsta útvarpsfyrirtæki Bandaríkjanna.