Milli 60 og 70 íbúar eru í Grímsey og þar er flest sem eitt samfélag þarfnast: Atvinna, skóli, verslun, samgöngur, félagslíf. Sjávarútvegur er undirstaða byggðarinnar, og Grímseyingar eru fræknir sjósóknarar að fornu og nýju. Landbúnaður er einnig stundaður í eyjunni sem er 5,3 ferkílómetrar að stærð. Þá er fuglalíf fjölbreytt, og mikið af svartfugli, langvíu og lunda.

Þegar tíðindamaður Viðskiptablaðsins var á ferð í Grímsey á dögunum var flotinn í höfn vegna brælu. Gylfi Þ. Gunnarsson útgerðarmaður og skipstjóri sagði að almennt væri gott hljóð í heimamönnum, en full ástæða til að vera á varðbergi.

„Hér má lítið út af bera. Ef áfram verður sorfið að sjávarútveginum er hætt við að byggðin hér leggist af. En þá fer ég síðastur, svo mikið er víst!“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.