Andy Haldane, aðalhagfræðingur Seðlabanka Englands, segir að hagkerfið hafi hingað til séð svokallaðan V-laga þróun hagvaxtar, þar sem djúpri niðursveiflu er mætt með kröftugum hagvexti. Hagkerfi Bretlands er talið hafa náð til baka um helming af þeim efnahagssamdrætti sem myndaðist í mars og apríl.

Segir Haldane að bráðabirgðatölur gefi til kynna að hagkerfið hafi vaxið um 1,8% í maí. Þó kemur einnig fram á vef BBC að Haldane eigi það til að taka mark á óopinberum gögnum svo sem á vef Google.

Aðrir hagfræðingar hafa dregið orð Haldane í efa þar sem óttast er um hægan bata á efnahag landsins. Atvinnuleysi í Bretlandi er 3,9% sem telst mjög lítið þarlendis. Telja sumir að atvinnuleysið sé komið upp í 6% nú um mundir.