*

miðvikudagur, 19. febrúar 2020
Innlent 23. apríl 2015 15:15

Vægi sértryggðra bréfa eykst

Útlit er fyrir að sértryggð skuldabréfaútgáfa muni taka við af útgáfu íbúðabréfa vegna fjármögnunar húsnæðiskaupa almennings.

Kári Finnsson
Hrafn Steinarsson
Haraldur Guðjónsson

Sértryggð skuldabréf munu taka við af útgáfu íbúðabréfa vegna fjármögnunar húsnæðiskaupa almennings og vægi sértryggðra bréfa á skuldabréfamarkaði mun aukast borið saman við ríkisskuldabréf og íbúðabréf á næstu árum. Þetta kom fram í erindi Hrafns Steinarssonar, sérfræðings í greiningardeild Arion banka, á ráðstefnu bankans um sértryggð skuldabréf á Íslandi.

Saman eru ríkisbréf og íbúðabréf með um 76% af skuldabréfamarkaðnum í dag en að mati Hrafns fer vægi slíkra bréfa minnkandi í ljósi þess að ríkissjóður mun draga úr útgáfu ríkisbréfa á næstunni auk þess sem ekki er útlit fyrir útgáfu frá Íbúðalánasjóði á næstu árum.

Í erindi Hrafns kom fram að líklega muni sértryggð skuldabréfaútgáfa taka við af útgáfu íbúðabréfa vegna fjármögnunar húsnæðiskaupa almennings á næstu árum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.