Sértryggð skuldabréf munu taka við af útgáfu íbúðabréfa vegna fjármögnunar húsnæðiskaupa almennings og vægi sértryggðra bréfa á skuldabréfamarkaði mun aukast borið saman við ríkisskuldabréf og íbúðabréf á næstu árum. Þetta kom fram í erindi Hrafns Steinarssonar, sérfræðings í greiningardeild Arion banka, á ráðstefnu bankans um sértryggð skuldabréf á Íslandi.

Saman eru ríkisbréf og íbúðabréf með um 76% af skuldabréfamarkaðnum í dag en að mati Hrafns fer vægi slíkra bréfa minnkandi í ljósi þess að ríkissjóður mun draga úr útgáfu ríkisbréfa á næstunni auk þess sem ekki er útlit fyrir útgáfu frá Íbúðalánasjóði á næstu árum.

Í erindi Hrafns kom fram að líklega muni sértryggð skuldabréfaútgáfa taka við af útgáfu íbúðabréfa vegna fjármögnunar húsnæðiskaupa almennings á næstu árum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .