*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 23. maí 2018 16:16

Vænta 8 milljarða fyrir hluta í HS Orku

Félag lífeyrissjóða sem eignuðust 13% eignarhlut í HS Orku við uppgjör á skuldabréfi hyggst bjóða hlutann til sölu.

Ritstjórn
Borholur HS Orku á Reykjanesi.
Hörður Kristjánsson

12,7% eignarhlutur Fagfjárfestingasjóðsins ORK í orkufyrirtækinu HS Orku er kominn í söluferli og er þess vænst að hægt verði að fá allt að 8 milljarða króna fyrir hlutinn að því er Fréttablaðið greinir frá.

Eins og sagt var frá í fréttum á síðasta ári eignaðist félagið hlutinn eftir yfirtöku á skuldabréfi sem stærsti hluthafinn í félaginu,  Magma Energy hafði gefið út við kaup sín í því árið 2009.

Kom yfirtakan til eftir að ekkert hafði orðið úr sölu á 30% eignarhlut HS Orku í Bláa lóninu, en sjóður í stýringu eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, Blackstone hafði átt hæsta tilboðið eða að andvirði 11 milljarða króna nú í hlutinn.

Beitti minnihlutafélag í eigu lífeyrissjóðanna neitunarvaldi til að stöðva söluna. Fór eignarhlutur Magma við það úr tæplega 67% í 53,9%, en það félag var þá í eigu kanadíska orkufyrirtækisins Alterra.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í október var það félag síðan  keypt af félaginu Innergex Renewable Energy á 116 milljarða króna í fyrra, en eignarhluturinn í HS Orku var þá talinn nema um fjórðungi verðmæta félagsins.

ORK er að mestu í eigu íslensku lífeyrissjóðanna, en sama gildir um félagið Jarðvarmi sem á 33,4% hlut, en það er í eigu 14 lífeyrissjóða. Hluthafar HS Orku hafa forkaupsrétt að hlutum í félaginu en bæði Jarðvarmi og Magma Energy hafa fallið frá honum við söluferlið sem nú er hafið. HS Orka er eina íslenska orkufélagið sem ekki er í eigu opinberra aðila.

Hér má sjá frekari fréttir um HS Orku:

Leiðarar, skoðanagreinar og pistlar um HS Orku: