*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 22. mars 2017 13:19

Frekari upplýsinga er að vænta á föstudaginn

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, fundaði með Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, og vænta frekari upplýsinga um kaupendur bankans á föstudaginn, eftir fund með FME.

Pétur Gunnarsson
Haraldur Guðjónsson

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingi fundaði í hádeginu með Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Arion banka. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd, segir í samtali við Viðskiptablaðið, að upplýsingar um eftirlit með nýjum eigendum og endanlegum fjárfestum, hvort að þeir séu komnir yfir virkan eignarhlut og annað slíkt komi ekki fram fyrr en á föstudaginn, að loknum fundi með Fjármálaeftirlitinu.

„Það ríkir trúnaður á fundinum. Forstjóri Arion banka kom og fór yfir þá vinnu sem að stjórnendur bankans hafa lagt í hjá stjórnendum bankans,“ segir Lilja. Hún telur það áhugavert að heyra hvað Arion banki hafi skynjað mikinn áhuga fjárfesta á bankanum.

Lilja tekur jafnframt fram að aðstoðarforstjóri FME hafi viljað vera viðstaddur á fundinum og því hafi hann frestast fram á föstudag. „Það þarf auðvitað að kortleggja þetta og ég kem til með að spyrja FME að því hvernig þeir hyggjast fara í þetta,“ segir Lilja. Hún leggur áherslu á að þetta sé gert til að auka tiltrú Íslendinga á kaupunum.